27.11.2009 13:30

Ex Sæljós ÁR 11 komið í slipp / Grundfirðingur II SH 124

Nú í hádeginu var tekið upp í Njarðvíkurslipp bátur sem lengi hefur legið í Reykjavíkurhöfn og bar síðast nafnið Sæljós ÁR 11. Hvað átti að gera við hann, var mér ekki kunnugt um er báturinn var tekin upp, en veit það nú og mun síðar fjalla um það skemmtilega mál.


                               467. Grundfirðingur II SH 124 © mynd Snorri Snorrason


   467. Sæljós ÁR 11, í Njarðvíkurslipp nú upp úr hádeginu í dag © mynd Emil Páll 27. nóv. 2009

Bátur þessi var smíðaður hjá Sören Larsen & Sönner í Nyköbing Mors í Danmörku 1956 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hann var endurbyggður 1986. Síðan hófst endurbygging á honum aftur við bryggju í Reykjavík, vegna sölu til Noregs 2008. Úr þeirri sölu varð þó ekki, en unnið var áfram við að gera bátinn að fljótandi sumarbústað og í hádeginu í dag var hann síðan tekinn upp í Njarðvíkurslipp, en ekki var mér kunnugt um hvað gera átti við hann þar, er hann var tekinn upp, en nú veit ég það eftir samtal við eiganda bátsins og mun því verða gerð betri skil síðar.

Nöfn: Grundfirðingur II SH 124, Brimnes BA 800, Látrarröst BA 590, Sverrir Bjarnfinns ÁR 110, Sverrir Bjarnfinns ÁR 11 og núverandi nafn: Sæljós ÁR 11