27.11.2009 09:56
Katrín GK 98 / Anton GK 68 / Prince Albert KE 8
1764. Katrín GK 98. Hér er ný búið að hleypa honum af stokkum í Bátalóni, Hafnarfirði 28. febrúar 1987 © mynd Emil Páll
1764. Katrín GK 98, við bryggju í Sandgerði © mynd Emil Páll
1764. Anton GK 68, á hafnargarðinum í Sandgerði © mynd Emil Páll 2007
1764. Prince Albert KE 8, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll í ágúst 2009
Skrokkurinn var steyptur sem smíðanr. 24 hjá Guðmundi Lárussyni, Skagaströnd 1983-1984. Innréttaður og fullkláraður hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði með smíðanúmer 471 frá þeirri stöð. Honum var hleypt af stokkum 28. febrúar 1987 og afhentur 7. mars það ár. Lengdur 1991.
Allt árið 2006 og 2007 stóð báturinn uppi á hafnargarðinum í Sandgerði, þar sem annað slagið var unnið við að gera við stefni hans og setja á hann nýtt perustefni. Á þessum tíma var báturinn afskráður sem fiskiskip og skráður sem skemmtibátur. Þá fór hann á nauðungaruppboð þar sem tveir menn keyptu hann á lítinn pening og gerðu hann upp sjálfir án þess að taka nokkurt lán. Var vélin sem annað rifin niður í smáhluti og gerð upp að nýju. Lauk endurbótum 25. júlí 2009.
Nöfn: Katrín GK 98, Óskasteinn GK 216, Hraunsvík GK 68, Anton GK 68 og núverandi nafn: Prince Albert KE 8.
Skrifað af Emil Páli
