26.11.2009 22:25

Á Keflavíkinni


   Þessa mynd tók ég fyrir allmörgum árum, þegar eitthvert mót á kjölbátum, eins og skútur þessar eru nefndar, fór fram á Keflavíkinni. Mig minnir að það hafi verið nefnt Landsbankamótið og keppt var fyrri daginn í siglingur frá Reykjavík til Keflavíkur og síðan fór fram sigling einhverja hringi á sjálfri Keflavíkinni og þá hefur þessi mynd trúlega verið tekin © mynd Emil Páll