26.11.2009 19:17
Hvalsnes KE 121 / Sveinbjörn Jakobsson SH 10
1054. Hvalsnes KE 121 © mynd Emil Páll
1054. Sveinbjörn Jakobsson SH 10 © Marine Traffic
Smíðanr. 19 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1967, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Úreltur 16. júlí 1992. Endurskráður 1994, sem vinnubátur. Lá þó áfram við bryggju í Reykjavík, þar til í ársbyrjun 1996 að hann var fluttur yfir í Arnarvoginn. Í júlí 1996 var tekin ákvörðun um a ðgera hann upp og var því lokið hjá Ósey hf., Hafnarfirði i maí 1997. Nánast allt var byggt nýtt, nema botninn, auk þess sem skipið var lengt, breikkað og skutur sleginn út.
Sem Hvalsnes KE kom skipið í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík, aðfaranótt 14. ágúst 1976 og sem Sveinbjörn Jakobsson SH kom það í fyrsta sinn til heimahafnar í Ólafsvík föstudaginn 25. ágúst 2006.
Nöfn: Drífa Re 10, Sturlaugur ÁR 77, Hvalsnes KE 121, Mánatindur SU 95, Drífa Ár 300, Andvari VE 100, Júlíus ÁR 111, Júlíus II ÁR 110, Júlíus, Júlíus ST 5, Sæbjörg ST 7 og núverandi nafn: Sveinbjörn Jakobsson SH 10.
Skrifað af Emil Páli
