25.11.2009 17:42
Víðir KE 101 og Víðir KE 101 /Sandra GK 25
1560. Víðir KE 101 og 2372. Víðir KE 101 © mynd Emil Páll ágúst 1999
1560. Sandra GK 25 ex Víðir KE 101 © mynd Emil Páll 2008
1560. Smíðanr. 18 hjá Guðmundi Lárussyni, Skagaströnd 1979. Var fyrst skráður þilfarsbátur, síðan opinn bátur frá 1992-1994, þá aftur þilfarsbátur. Lengdur 1997 og aftur skráður opinn bátur frá 2001.
Nöfn: Jökull RE 139, Var AK 39, Siggi Villi NK 17, Búi SU 174, Búi GK 230, Búi ÍS 56, Gísli á Bakka BA 25, Jökulberg SH 398, Dagur RE 10, Draupnir GK 122, Víðir KE 101, Víðir KE 301, Sandra GK 25 og núverandi nafn Sandra SH 71.
2372. Af gerðinni Cleopatra 28 frá Trefjum ehf. Hafnarfirði 1999. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík laugardaginn 21. ágúst 1999. Seldur til Noregs 4. júní 2008.
Nöfn. Víðir KE 101, Lundi VE 205 og Lundi HF 94, en ekki vitað um nafnið í Noregi.
Skrifað af Emil Páli
