25.11.2009 17:05
Vigdís Helga VE 700 / Gissur hvíti SF 55
1626. Vigdís Helga VE 700 © mynd af Heimasíðu Vísis
1626. Gissur hvíti SF 55 © mynd Þorgeir Baldursson 2000
Smíðanr. 20 hjá Saksköbing Maskinfabrikk og Skibsværft í Saksköbing, Danmörku 1976. Upphaflega smíðað sem eins þilfara síðutogari til veiða á bræðslufiski, en 1980 var byggt yfir það og því breytt til línuveiða. Kom hingað til lands 28. júní 1982. Árið 1994 var samþykktur úreldingastyrkur á það en hann ekki notaður. Seldur til Írlands í febrúar 1996, en skilað aftur í sama mánuði og lá við bryggju í Njarðvík þar til hann var tekinn upp í Njarðvíkurslipp i jan 1997. Sett var ný brú á skipið þar og lokið við að breyta því í línuveiðiskip. Brú sú sem fór á skipið hafði verið keypt hingað til lands frá Noregi, en var áður á norska skipinu Fröyvanden, en átti að fara hér á 1361. Erling KE 45, en hann sökk áður en brúin var sett á hann. Vísir hf. var með skipið á leigu meðan það var í eigu Skinneyjar/Þinganess og keypti síðan kvótalaust. Fór það eina ferð milli Grænlands og Kanada í ársbyrjun 2005 og var eftir það lagt í Kanada, þar til það var selt þarlendum aðilum. Hefur komið til Reykjavíkur a.m.k. tvisvar til viðgerða síðan.
Nöfn: Michelle-Cher, Hafrenningur GK 38, Hersir HF 227, Hersir ÍS 33, aftur Hersir HF 227, Hersir ÁR 2, Klettur SU 100, Nansen ÍS, aftur Klettur SU 100, Vigdís Helga VE 700, Gissur hvíti SF 55, Gissur hvíti GK 457, og Oujukoaq.
Skrifað af Emil Páli
