25.11.2009 11:53
Risalúða hjá ÓSK KE 5
Áhöfnin á Ósk KE-5 fékk risalúðu í netið hjá sér í gær. Báturinn kom að landi um tvö leitið í gær með eitt tonn af þorski, þrjú tonn af ufsa og eina risalúðu. Ekki var búið að vigta lúðuna þegar ljósmyndara 245.is bar að garði, en talið er að hún sé um 110 kg að þyngd.
Heimild: 245.is

Guðmundur Fannar Sigurbjörnsson ánægður með fenginn.
Mynd: Smári/245.is | lifid@245.is
Skrifað af Emil Páli
