25.11.2009 08:26

Hverjir eru þetta?

Hér birtast tvær myndir af skipum og spurt er hvaða skip þetta voru, þegar myndin var tekin og þau sem enn eru til, hvað heita þau í dag, eða hvað varð um hin sem ekki eru lengur til. Á efri myndinni eru þrír veir bátar sem allir eru á íslenskri skipaskrá í dag, þó einn þeirra hafi legi lengi í höfn. En á neðri myndinni eru skip sem bæði eru í útgerð, bæði hafa skipt um nöfn og annað er nú í eigu erlendra aðila og þá erlendis. þ.e. verið selt úr landi.


 Hér sjáum við tvo báta sem er spurt um, raunar þrjá báta og allir eru þeir í íslenskum skipastól ennþá, en einn þeirra hefur þó legið mikið við bryggju í nokkur ár. Hvað heita þeir allir þrír í dag? og hvað hétu þeir þegar myndin var tekin? Spurt er um þrjá báta.


      Hvað heita þessir tveir þegar myndin var tekin og hvað er hægt að segja um þá í dag? Annar hefur verið seldur úr landi en hinn er enn í fullri útgerð, en hefur skipt um nafn, hvað hét hann og hvað heitir hann í dag? Já þarna er spurt um tvo báta og þetta á að vera mjög létt gáta, varðandi þessa neðri mynd © myndir Emil Páll fyrir einhverjum tugum ára.