21.11.2009 17:02
Eldur í báti - röng skilaboð
Björgunarsveitin Sigurvon fékk skömmu eftir hádegi tilkynningu um eld í 500 tonna fjölveiðiskipi með 15 manna áhöfn út af Hafnarbergi, sem er milli Reykjanes og Hafna. Kom hins vegar fljótt í ljós að eldurinn var í tæplega 10 tonna báti, með einum manni. Áður en hjálp barst frá Sandgerði hafði manninum tekist að slökkva eldinn með slökkvitækjum frá bátnum og eins frá fjölveiðiskipinu Faxa RE 9 sem var skammt frá. Tók síðan Faxi bátinn Guðrúnu GK 69 í tog og dró í átt að Sandgerði, en framan við innsiglingamerkin tók Þorsteinn, björgunarbátur Sigurvonar við Guðrúnu og dró að bryggju í Sandgerði og þangað komu þeir á fjórða tímanum í dag.

1742. Faxi RE 9 með 2085. Guðrúnu GK 69 í togi út af Stafnesi í dag

7647. Þorsteinn, björgunarbátur með 2085. Guðrúnu GK 69 í togi í innsiglingunni til Sandgerðis í dag

7647. Þorsteinn og 2085. Guðrún GK 69 nálgast Sandgerðishöfn

Björgunarbáturinn 7647. Þorsteinn og 2085. Guðrún GK 69 komnir til Sandgerðis

2085. Guðrún GK 69 © myndir Emil Páll í dag 21. nóv. 2009
1742. Faxi RE 9 með 2085. Guðrúnu GK 69 í togi út af Stafnesi í dag
7647. Þorsteinn, björgunarbátur með 2085. Guðrúnu GK 69 í togi í innsiglingunni til Sandgerðis í dag
7647. Þorsteinn og 2085. Guðrún GK 69 nálgast Sandgerðishöfn
Björgunarbáturinn 7647. Þorsteinn og 2085. Guðrún GK 69 komnir til Sandgerðis
2085. Guðrún GK 69 © myndir Emil Páll í dag 21. nóv. 2009
Skrifað af Emil Páli
