21.11.2009 12:39
Gullborg RE 38 / Gullborg VE 38 / Gullborg II SH 338
490. Gullborg RE 38 © mynd af málverki, Emil Páll
490. Gullborg VE 38, í Reykjavík © mynd Emil Páll 1973
490. Gullborg VE 38 © mynd Þorgeir Baldursson
490. Gullborg II SH 338, í Reykjavík © mynd Gunnar Th. 2008
Smíðaður hjá Nyborg Skipswærft, Nýborg í Danmörku 1946. Endurbyggð Bátalóni hf. Hafnarfirði 1967 og þá sett á hann stýrishúsið af Atla VE 14 og síðar var aftur sett á bátinn annað stýrishús.
Skipið var sögufrægt aflaskip til margar ára undir skipstjórn Benónýs Friðrikssonar, Binna í Gröf, en hann var með skipið frá 1951 til 1972.
Árið 2000 keypti Menningarsjóður stafkirkjusvæðis, Útvegsbændafélag Vestmannaeyja og Vestmannaeyjahöfn skipið og stóð til að varðveita það sem sögufrægt skip á Skansinum í Vestmannaeyjum, en frá því var horfið og kom það til Njarðvíkurhafnar 15. sept. 2001 og lá þar í höfninni fram yfir áramótin. Yfir vetrarvertíðina var skipið gert út frá Sandgerði undir skipstjórn Grétars Mar Jónssonar og á vordögum var því lagt í Reykjavíkurhöfn. Í nóv. 2006 urðu Faxaflóahafnir við ósk þeirra frænda Árna Johnsen og Gunnars Marels Eggertssonar að hætta við að rífa bátinn í Daníelsslipp í Reykjavík og þess í stað yrði Gullborg gerð upp sem safngripur í Njarðvíkurslipp, með það í huga að varðveitast á Fitjum í Njarðvík. Hætt var við þau áform og hefur skipið staðið uppi þar sem Daníelsslippur var í Reykjavík og oft rætt um að varðveita það þar.
Nöfn: Erna Durhuus, Gullborg RE 38, Gullborg VE 38, Gullborg SH 338 og Gullborg II SH 338.
Skrifað af Emil Páli
