20.11.2009 21:06

Guðborg NS 36


                     532. Guðborg NS 36, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1991

Smíðaður á Siglufirði 1957. Leki kom að bátnum í Keflavíkurhöfn 13. jan. 1991. Dældi Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja upp úr bátnum, en hann var talinn óviðgerðarhæfur á eftir og brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1991, en þó ekki tekinn af skrá fyrr en 16. feb. 1994.

Nöfn: Anna ÓF 7, Hafrún EA 154, Guðborg NS 36 og Guðborg KE 88.