20.11.2009 12:15
Hólmsteinn kominn á land
Nú rétt fyrir hádegi var Hólmsteinn GK hífður á land í Sandgerðishöfn, en eftir að hafa verið þrifinn á bryggjunni verður hann eftir hádegi keyrður á framtíðarstað sinn á Garðskaga, þar sem Byggðasafnið mun sjá um varðveislu hans. Var það Köfunarþjónusta Sigurðar ehf., sem sá um að koma bátnum á land og út á Garðskaga.
Hér er báturinn kominn upp á bryggju í Sandgerði í dag
Það var ekki vanþörf á að háþrýstiþvo bátinn áður en hann væri fluttur í Garðinn
573. Hólmsteinn GK 20, eins og hann var áður fyrr og nú er spurning hvort hann fái þetta gamla útlit aftur © myndir Emil Páll 20. nóv. 2009, og á tíunda áratug síðustu aldar, sú sem er af bátnum eins og hann var áður.
Skrifað af Emil Páli
