19.11.2009 20:16

Ari Einarsson GK 400


                         865. Ari Einarsson GK 400 © mynd af teikningu, Emil Páll  

Smíðaður á Seyðisfirði 1947.  Talinn ónýtur vegna fúa 1967, en stóð þó áfram uppi hjá Bátanausti hf. í Reykjavík og var þar að lokum endurbyggður og settur aftur á skrá 1971. Úreltur 10. apríl 1992. Brenndur á áramótabrennu ofan við Innri-Njarðvík 31. des. 1992.

Nöfn: Einar Hálfdáns ÍS 8, Völusteinn ÍS 8, Völusteinn ST 50, Uggi VE 52, Ari Einarsson GK 400, Friðgeir Trausti GK 400, Vikar Árnason KE 121, Hvalsnes GK 376, Eyvindur KE 37, Eyvindur KE 371 og Guðmundur Ingvar KE 40.