18.11.2009 23:33

Júlíus Geirmundsson orðinn 20 ára

Júlíus Geirmundsson ÍS-270 er orðinn tvítugur.
Júlíus Geirmundsson ÍS-270 er orðinn tvítugur.

bb.is | 18.11.2009 | 15:04Júlíus Geirmundsson orðinn tuttugu ára

Tuttugu ár eru liðin frá því að frystitogarinn Júlíus Geirmundsson kom til heimahafnar á Ísafirði. Hann var keyptur af útgerðarfélaginu Gunnvöru hf. árið 1989 og þar með hófst frystitogaraútgerð félagsins. Báturinn var byggður í Stettin í Póllandi og er þriðji skuttogarinn með sama nafni. Fyrstur til að fá nafnið Júlíus Geirmundsson var 250 tonna bátur, smíðaður í Austur-Þýskalandi, sem kom til Ísafjarðar 2. mars 1967. Arftaki hans að nafninu var fyrsti skuttogari Vestfirðinga sem kom til Ísafjarðar 5. desember 1972. Hraðfrystihúsið Gunnvör ætlar að fagna þessum tímamótum með kaffisamsæti á morgun þar sem áhöfn skipsins og aðrir sem standa að útgerð þess koma saman.

HEIMILD: bb.is