17.11.2009 08:23

Hofsjökull

Tvö skip hafa borið nöfnin Hofsjökull og birtast nú myndir af þeim, sem ég tók af þeim.


                               246. Hofsjökull, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanr. 533 hjá Grangemounth Dockyard Co Ltd í Grangemounth, Skotlandi 1964. Hljóp skipið af stokkum 17. mars 1964 og var afhent 1. júní. Frá því á árinu 1969 var Hofsjökull í leigu hjá Eimskipafélagi Íslands hf. Tók Eimskip við skipinu sem eigandi þess 1. júlí 1977 og lét það strax heita Stuðlafoss og undir því nafni kom það í fyrsta sinn til Íslands  þ. 6. júlí 1977 og þá til heimahafnar í Reykjavík. Skipinu var síðan breytt í verksmiðjuskip eftir að það hafði verið selt úr landi til USA 18. apríl 1986. Síðan fór það aftur í sölu 1989 og var loks rifið í Alang 19. mars 2003.

Nöfn: Hofsjökull, Stuðlafoss, Malu, Miss Xenia og Maya Reefer.


                              1494. Hofsjökull, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanr. 176 hjá Kanda Shipbulding Co Ltd í Kure, Japan 1973. Afhent í apríl 1973. Selt til Noregs í mars 1998 og síðan áfram 2002, en var rifið 25. júní 2005.

Nöfn: Satsu Maru No 58, Maco Viking, Hofsjökull, Stuðlafoss, Northern Reefer, Saint Anthony og Hony. Ekkert er vitað um eigendur né heimahöfn varðandi tvö síðust nöfnin, eða hvar það var rifið.