17.11.2009 08:23
Hofsjökull
Tvö skip hafa borið nöfnin Hofsjökull og birtast nú myndir af þeim, sem ég tók af þeim.

246. Hofsjökull, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 533 hjá Grangemounth Dockyard Co Ltd í Grangemounth, Skotlandi 1964. Hljóp skipið af stokkum 17. mars 1964 og var afhent 1. júní. Frá því á árinu 1969 var Hofsjökull í leigu hjá Eimskipafélagi Íslands hf. Tók Eimskip við skipinu sem eigandi þess 1. júlí 1977 og lét það strax heita Stuðlafoss og undir því nafni kom það í fyrsta sinn til Íslands þ. 6. júlí 1977 og þá til heimahafnar í Reykjavík. Skipinu var síðan breytt í verksmiðjuskip eftir að það hafði verið selt úr landi til USA 18. apríl 1986. Síðan fór það aftur í sölu 1989 og var loks rifið í Alang 19. mars 2003.
Nöfn: Hofsjökull, Stuðlafoss, Malu, Miss Xenia og Maya Reefer.

1494. Hofsjökull, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 176 hjá Kanda Shipbulding Co Ltd í Kure, Japan 1973. Afhent í apríl 1973. Selt til Noregs í mars 1998 og síðan áfram 2002, en var rifið 25. júní 2005.
Nöfn: Satsu Maru No 58, Maco Viking, Hofsjökull, Stuðlafoss, Northern Reefer, Saint Anthony og Hony. Ekkert er vitað um eigendur né heimahöfn varðandi tvö síðust nöfnin, eða hvar það var rifið.
246. Hofsjökull, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 533 hjá Grangemounth Dockyard Co Ltd í Grangemounth, Skotlandi 1964. Hljóp skipið af stokkum 17. mars 1964 og var afhent 1. júní. Frá því á árinu 1969 var Hofsjökull í leigu hjá Eimskipafélagi Íslands hf. Tók Eimskip við skipinu sem eigandi þess 1. júlí 1977 og lét það strax heita Stuðlafoss og undir því nafni kom það í fyrsta sinn til Íslands þ. 6. júlí 1977 og þá til heimahafnar í Reykjavík. Skipinu var síðan breytt í verksmiðjuskip eftir að það hafði verið selt úr landi til USA 18. apríl 1986. Síðan fór það aftur í sölu 1989 og var loks rifið í Alang 19. mars 2003.
Nöfn: Hofsjökull, Stuðlafoss, Malu, Miss Xenia og Maya Reefer.
1494. Hofsjökull, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanr. 176 hjá Kanda Shipbulding Co Ltd í Kure, Japan 1973. Afhent í apríl 1973. Selt til Noregs í mars 1998 og síðan áfram 2002, en var rifið 25. júní 2005.
Nöfn: Satsu Maru No 58, Maco Viking, Hofsjökull, Stuðlafoss, Northern Reefer, Saint Anthony og Hony. Ekkert er vitað um eigendur né heimahöfn varðandi tvö síðust nöfnin, eða hvar það var rifið.
Skrifað af Emil Páli
