16.11.2009 00:00

Víðir II GK 275 / Ljósfari GK 184 / Njarðvík KE 93 / Arney HU 36 / Portland VE 97

Þegar ég hóf þann leik á síðu Þorgeirs að safna saman myndum af sem flestum nöfnum, sem sama skip hefur borið, svo og flestar sýnilegar breytingar, átti ég svo sem ekki von á að það tækist, í öllum tilfellum. Þessi leikur varð hinsvegar svo vinsæll að margir aðrir síðuhaldarar hafa tekið hann upp einnig og birta hjá sér myndir af skipinu með ýmsum nöfnum. Aðal vandamálið er að maður hefur ekki alltaf við hendina í upphafi allar þær myndir sem sýna breytingar eða ný nöfn á skipinu og þegar þannig er, þá hef ég gripið til þess að birta röðina aftur þegar nýjar myndir koma, eins og t.d. nú birti ég í þriðja sinn myndir af sama skipi, en myndum hefur fjölgað frá því síðasta. Þegar um slíkar endurtekningar er að ræða, finnst mér ekki þörf á að endurtaka sögu skipsins aftur og aftur, frekar nafnalistann og ef eitthvað nýtt hefur komið fram.


                            219. Víðir II GK 275 © mynd úr safni Emils Páls


                             219. Víðir II GK 275 © mynd úr safni Emils Páls


                                219. Víðir II GK 275 © mynd Emil Páll


                                  219. Ljósfari GK 184 © mynd Emil Páll


                                          219. Ljósfari GK 184 © mynd Emil Páll


                          219. Njarðvík KE 93 © mynd Emil Páll


                                219. Arney HU 36 © mynd Þorgeir Baldursson 2007


                       219. Portland VE 97 © mynd Benóný Benónýsson 2009

Eins og sést á myndunum vantar aðeins myndir af þremur nöfnum sem skipið hefur borið, þ.e. Njarðvík KE 93, Þorsteinn SH 145 og Arney HF 361.

Myndin sem birtist af Njarðvík KE 93, er svona hálfgert grín, því eins og flestir vita þá er það mjög fátítt að eftir að sett voru ný nöfn á sveitarfélögin við sameiningu, að menn notuðu sameininganafnið sem heimahöfn. Heldur voru notuð áfram gömlu nöfnin. Tökum sem dæmi, ekkí sjást mörg skip sem eiga heimahöfn á Húsavík, skráð með heimahöfn í Norðurþingi, eða skip á Neskaupstað með heimahöfn í Fjarðarbyggð, nú eða Siglufjarðarskipin með heimahöfn í Fjallabyggð og svona má lengi telja. Varðandi heimahöfnina Reykjanesbær, þá man ég eftir þremur skipum með þá heimahöfn, hin eru annað hvort með heimahöfn í Keflavík eða Njarðvík.

Talandi um Víði II þá var það skipsnafn mjög frægt undir skipstjórn Eggerts Gíslasonar á síldveiðum, hér á árum áður.

Vil ég nota þetta tækifæri, fyrst talað er um myndir og þakka þeim sem hafa sent mér myndir til að birtingar, bæði varðandi slíkar samstæður og almennt.