14.11.2009 18:06

Borgþór GK 100 / Aðalbjörg II RE 236


     1269. Borgþór GK 100, í einu ferð sinni til Keflavíkur © mynd úr safni Jóhanns Þórlindssonar


               1269. Aðalbjörg II RE 236, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll

Smíðanr. 400 hjá Bátalóni hf. Hafnarfirði 1972. Stækkaður 1986. Lengdur í miðju í Hafnarfirði 1994 af Erlendi Guðjónssyni og Stál-Orku hf. Perustefni 1996,

Báturinn var smíðaður fyrir Jóhann Þórlindarson í Njarðvík, en hann gerði hann aldrei út, heldur var báturinn í Hafnarfirði þar til hann var seldur. Kom hann aðeins einu sinni til Keflavíkur sem Borgþór, er verið var að afhenda hann nýjum eigenum og þá var myndin hér fyrir ofan tekin.

Nöfn: Borgþór GK 100, Borgþór ÞH 231, Snæberg ÞH 231, Snæberg BA 35, Sigþór ÁR 107, Stakkavík ÁR 107, Gulltoppur ÁR 321 og núverandi nafn Aðalbjörg II RE 236.