12.11.2009 23:41
Árni Friðriksson á leið úr suðurhöfum
2350. Árni Friðriksson RE 200 © mynd af arnif.123.is
Á heimleið úr suðurhöfum!
Já, takk fyrir góðan dag! Verkefni lokið í bili og Árninn með skrúfuna á 130 sn/mín. með stefnuna í 16°. Við erum vonandi loksins komnir í netsamband sem ætlar að tolla eitthvað en það hefur verið ansi rólegt á bloggfréttastofunni vegna skorts á sambandi við veraldarvefinn.
Það er búið að vera fínasta veður á okkur á heimleiðinni, reyndar kominn smá kaldaskítur núna, en þetta er þriðji sólarhringurinn á heimstími. Áætluð heimkoma er upp úr miðnætti á aðfaranótt laugardagsins, enda hátt í 1100 sjómílna kippur heim.

Þessa færslu fundum við á vef Árna Friðrikssonar RE 200
Það er búið að vera fínasta veður á okkur á heimleiðinni, reyndar kominn smá kaldaskítur núna, en þetta er þriðji sólarhringurinn á heimstími. Áætluð heimkoma er upp úr miðnætti á aðfaranótt laugardagsins, enda hátt í 1100 sjómílna kippur heim.
Þessa færslu fundum við á vef Árna Friðrikssonar RE 200
Skrifað af Emil Páli
