12.11.2009 00:00

Orion sjósettur

Bátur sá sem er á myndasyrpu þeirri er Gunnar Th. sendi okkur, hefur birst nú þrisvar með nokkra vikna millibili, en tvær fyrri birtingarnar voru á síðu Þorgeirs. Í öllum tilfellum var verið að sjósetja bátinn í Kópavogi, en það tókst ekki fyrr en nú, en þó komu upp vandamál, en hér kemur texti Gunnars með myndasyrpunni

Orion var loks sjósettur nú um þrjúleytið í dag (11.11.). Hann lekur enn dálítið en þó ekki svo að til vandræða sé. Báturinn er orðinn gisinn af langri uppistöðu, þar af hefur hann verið tvö ár inni í húsi. Ég tók þessar myndir af bátnum þegar honum var siglt einn hring um höfnina í Kópavogi og síðan að vestari flotbryggjunni. Að auki smellti ég af tveimur myndum frammi í lúkar, svona rétt til að sýna handbragðið hjá Þráni Arthúrs.




















                                  Orion. í Kópavogshöfn © mynd Gunnar Th. 11. nóv. 2009