10.11.2009 21:34

Sigursæll AK 18 / Veiga ÍS 19


  1148. Sigursæll AK 18, í höfn í Vestmannaeyjum, en þó skráður sem Valaberg VE 6 © mynd Jóhann Þórlindsson 2009


     1148. Veiga ÍS 19. í höfn í Súðavík í dag © mynd Jón Grunnvíkingur 10. nóv. 2009

Smíðanr. 24 hjá Trésmiðju Austurlands hf. á Fáskrúðsfirði 1971, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Sökk í höfninni á Súðavík 8. mars 2002, Slökkvilið Ísafjarðar bjargaði bátnum upp samdægurs og var hann dreginn til Ísafjarðar til viðgerðar.

Bátur þessi hefur í raun samkvæmt opinberum skýrslum borið þrjú nöfn það sem af er árinu, þó aðeins tvö þeirra hafi verið máluð á hann. Nöfn þessi eru Sigursæll AK 18, sem seldur var til Vestmannaeyja í apríl þar sem hann var skráður sem Valaberg VE 6 og í júní var hann aftur seldur og nú til Laxdals ehf. í Súðavík þar sem hann fékk nafnið Veiga ÍS 19.

Annars er saga hans þessi: Bára RE 26, Hringur SH 35, Hringur HU 42, Bára ÍS 66 ( í 24 ár), Sigursæll AK 18, Valaberg VE 6 og núverandi nafn Veiga ÍS 19.