10.11.2009 14:41
Brimnes BA 800
1527. Brimnes BA 800 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Sigurður Bergþórsson
Smíðanr. ?? hjá Dráttarbrautinni hf. Neskaupstað og nr. 19 hjá Skipavík hf. Stykkishólmi, 1979. Skrokkurinn var smíðaður á Neskaupstað, en fullnðarfrágangur fór fram í Stykkishólmi. Afhentur 8. febrúar 1979. Báturinn var upphaflega smíðaður fyrir Síldarvinnsluna hf. á Neskaupstað en þeir hættu við. Lengdur, nýr skutur o.fl. breytingar gerðar hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1999.
Nöfn: Gullfaxi SH 125, Særún EA 251 og Brimnes BA 800.
Skrifað af Emil Páli
