10.11.2009 08:14
Guðfinnur KE 19 / Bergur Vigfús GK 100 / Hannes Andrésson SH 737
1371. Guðfinnur KE 19,í Keflavíkurhöfn fyrir allar breytingar
1371. Bergur Vigfús GK 100, árið 2003, trúlega í Keflavík
1371. Hannes Andrésson SH 737, í höfn á Akranesi 2008 © myndir Emil Páll
Smíðanr. 4 hjá Vélsmiðjunni Stál hf. á Seyðisfirði 1974. Lengdur, breikkaður og sett á hann perustefni hjá Ósey hf, Hafnarfirði, haustið 1995. Endurbótum lokið hjá Ósey vorið 1996 og síðasta áfanga lauk síðan hjá sama fyrirtæki 17. júní 1997. Þá var hann lengdur og hækkaður og nánst sem nýr á eftir.
Frá mars 2002 til október 2003 lá báturinn að undanskildum nokkrum mánuðum veturinn 2003 við bryggju í Sandgerði.
Nöfn: Vingþór NS 341, Sturlaugur ÁR 77, Guðfinnur KE 19 (í 21 ár), Bergur Vigfús GK 100, Guðrún HF 172, Linni SH 303, Linni II SH 308, Hjalteyrin EA 310 og núverandi nafn Hannes Andrésson SH 737
Skrifað af Emil Páli
