09.11.2009 13:07
Ósk KE 5
1305. Ósk KE 5 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 13 hjá Skipavík hf. Stykkishólmi 1973 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Eftir að báturinn komst í eigu Kóps ke 8 ehf,í sept. 2005, lá báturinn mest við bryggju í Sandgerði, eða þar til hann var seldur til Bolungarvíkur og átti þá að nota hann til siglinga fyrir ferðamenn um Ísafjarðardjúp og Jökulfirði og kom hann þangað vestur 14. júlí 2005 og hefur síðan legið þar við bryggju.
Nöfn: Auðbjörg HU 6, Auðbjörg EA 22, Ósk KE 5, Ósk II KE 5, Björgvin GK 26, Björgvin á Háteigi GK 26, Benni Sæm GK 26 og Garðar GK 53.
Skrifað af Emil Páli
