08.11.2009 13:04
Guðmundur Jónsson GK 475 / Breki KE 61
1459. Guðmundur Jónsson GK 475 © mynd úr safni Emils Páls, ljósm. ókunnur
1459. Breki KE 61, í höfn Melbú í Noregi, eftir að hafa verið seldur úr landi © mynd úr safni Emils Páls, ljósmyndari ókunnur 2007
Smíðanr. 57 hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1976, eftir teikningum Bárðar Hafsteinssonar og Ólafs H. Jónssonar. Skipið var upphaflega byggt fyrir Álftafell hf. Stöðvarfirði, sen sökum skorts á fyrirgreiðslu hættu þeir við. Skipinu var hleypt af stokkum 29. feb. 1976 og þá talið lang fullkomnasta fiskiskip íslendinga. Var það afhent 3. júlí 1976 og kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Sandgerði 23. júlí 1976 og var þá fyrsti togarinn sem hafði þar heimahöfn. Skipið átti að heita Jón Garðar og voru gerðir upphleyptir starfir með því nafni á bóg skipsins, en á síðustu stundu var breytt um nafn. Endurbyggður hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1978 eftir bruna sem varð í skipinu í Slippstöðinni 2. maí 1978. Lengdur 1988. Breytt í nótaskip 1996. Seldur úr landi til Noregs í febrúar 2007 með heimahöfn í Murmansk, Rússlandi.
Nöfn: Guðmundur Jónsson GK 475, Breki VE 61, Breki KE 61 og Breki.
Skrifað af Emil Páli
