08.11.2009 10:57

Magnús KE 46

Þar sem Magnús KE 46 var ekkert kynntur um leið og færslan hér fyrir neðan var sett inn í nótt, tökum við hér kynningu á bátunum og birtum með tvær myndir af honum í teknar í björtu. Önnur tók eigandinn sjálfur í Sandgerði áður en hann fór í útileguna og hina tók Árni Þ. Baldursson í Odda af honum á Drangsnesi.


              1381. Magnús KE 46, í Sandgerði © mynd Erling Brim Ingimundarson 2003


    1381. Magnús KE 46, í nágrenni Drangsnes © mynd Árni Þ. Baldursson í Odda 2009

Smíðanr. 425 hjá Bátalóni hf. í Hafnarfirði 1974. Bátur þessi er fyrsti Bátalónsbáturinn sem afgreiddur var með álhúsi, að ósk kaupanda, en það var þó ekki smíðað í Bátalóni. Söguna um útileguna mál lesa í færslunni hér fyrir neðan.

Í dag eru mjög fáir af þessum fjölmörgu systurskipum frá Bátalóni eftir, raunar er ekki vitað nema tvo til þrjá aðra óbreytta, en þeir munu þó ekki vera í notkun. Þá er vitað um nokkra sem hefur verið breytt algjörlega og líkjast því ekki uppruna sínum.

Nöfn: Gunnar Sigurðsson ÍS 13, Víkingur SH 86, Máni GK 557, Kofri ÍS 41 og núverandi nafn Magnús KE 46.