08.11.2009 00:26

Kominn heim eftir tæplega 5 ára útilegu

Rétt fyrir miðnætti sigldi inn í smábátahöfnina í Grófinni, Keflavík vélbáturinn Magnús KE 46, eftir að hafa farið þaðan í ársbyrjun 2005, eða fyrir tæpum 5 árum. Báturinn var í frá því í febrúar leigður manni á Drangsnesi og eftir að leigu lauk hefur báturinn verið þar fyrir norðan. Ekki þó í reiðuleysi því annar eiganda hans Erling Brim Ingimundarson er ættaður þaðan og því hefur verið fylgst vel með bátnum, en tími var kominn til að koma honum heim. Hófst heimsiglingin í síðasta mánuði, er tveir yfirmenn af varðskipunum tóku að sér að sigla honum suður, er þann 22. október sl. urðu þeir að leita vars inn á Rifi sökum veðurs og síðan kom upp bilun í bátnum. Í morgum lögðu síðan eigendur bátsins af stað heim síðasta áfangan, en þó með viðkomu í stuttmynd sem þeir voru beðnir um að vera með í og síðan héldu þeir til Keflavíkur og komu sem fyrr segir rétt fyrir miðnætti. En svo skemmtilega vill til að meðeigandi Erlings er Þórarinn Ingi Ingason flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni og því má segja að báturinn hafi verið í höndum Landhelgisgæslumanna alla leið til Keflavíkur.





                       1381. Magnús KE 46 kominn í Grófina rétt um miðnætti


    Eigendur Magnúsar KE 46 við heimkomuna með bátinn. F.v. Þórarinn Ingi Ingason og Erling Brim Ingimundarson © myndir Emil Páll 8. nóv. 2009