07.11.2009 21:40
Átti að verða bylting í bátagerð: Örninn GK 62 / Baddý GK 116
Bátur þessi var talinn fyrsti sinnar tegunar í heiminum og var talin valda byltingu í gerð hraðfiskibáta. Um var að ræða svonefnda tvíbytnu með skíðum niður með síðunum, sem átti að gera það að verkum að hann yrði mjög stöðugur, rásfastur og lipur.

2545. Örninn GK 62, hér sjást skíðin vel, sem voru niður með síðunum

2545. Örninn GK 62 í reynslusiglunni á Sandgerðishöfn 12. október 2002

2545. Baddý GK 116, í Sandgerðishöfn 2009 og svona litur hann út í dag © myndir Emil Páll
Af gerðinni Örninn frá Plastverki framleiðslu ehf., Sandgerði frá árinu 2002. Eitthvað voru menn vantrúaðir á bátagerðina, því þó smíði hans hafi lokið um vorið var hann fluttur á autt svæði ofan Iðavalla í Keflavík og geymdur þar fram á haustið. Var hann að lokum sjósettur í Sandgerðishöfn laugardaginn 12. október 2002 og útgerð hófst á honum frá Grindavík í desember 2002. Í reyslusiglingunni reyndist gagnhraðinn vera 29 sjómíla. Um haustið 2003 var hann lengdur um 2 metra hjá framleiðanda, auk þess sem skutgeymar (skíðin) voru fjarlægð. Báturinn var síðan yfirbyggður hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði sumarið 2007.
Nöfn: Örninn GK 62, Baddý GK 277, Baddý SI 277 og núverandi nafn Baddý GK 116.
2545. Örninn GK 62, hér sjást skíðin vel, sem voru niður með síðunum
2545. Örninn GK 62 í reynslusiglunni á Sandgerðishöfn 12. október 2002
2545. Baddý GK 116, í Sandgerðishöfn 2009 og svona litur hann út í dag © myndir Emil Páll
Af gerðinni Örninn frá Plastverki framleiðslu ehf., Sandgerði frá árinu 2002. Eitthvað voru menn vantrúaðir á bátagerðina, því þó smíði hans hafi lokið um vorið var hann fluttur á autt svæði ofan Iðavalla í Keflavík og geymdur þar fram á haustið. Var hann að lokum sjósettur í Sandgerðishöfn laugardaginn 12. október 2002 og útgerð hófst á honum frá Grindavík í desember 2002. Í reyslusiglingunni reyndist gagnhraðinn vera 29 sjómíla. Um haustið 2003 var hann lengdur um 2 metra hjá framleiðanda, auk þess sem skutgeymar (skíðin) voru fjarlægð. Báturinn var síðan yfirbyggður hjá Sólplasti ehf. í Sandgerði sumarið 2007.
Nöfn: Örninn GK 62, Baddý GK 277, Baddý SI 277 og núverandi nafn Baddý GK 116.
Skrifað af Emil Páli
