07.11.2009 20:43
Muggur KE 57
2771. Muggur KE 57 © mynd Emil Páll í júlí 2008
Smíðanr. 5 hjá Sólplasti ehf., Sandgerði, af gerðinni Nökkvi 1170. Sjósettur í Sandgerðishöfn fimmtudaginn 12. júní 2008 og reynslusiglt 7. júlí 2008. Sigldi Á rekaviðardrumb í sinni 6. veiðiferð 20. ágúst 2008 og skemmdist að aftan, en komst þó fyrir eigin vélarafli til Siglufjarðar þar sem gert var við hann hjá JE-vélaverkstæði, Siglufirði en einungis var skipt um skrúfu og öxull ásamt lítilsháttar plastviðgerðum..
Hefur aðeins borið þetta eina nafn: Muggur KE 57.
Skrifað af Emil Páli
