07.11.2009 16:53
Jón Pétur ST 21
1786. Jón Pétur ST 21, tilbúinn til sjósetningar, í Sandgerði © mynd Emil Páll 1987
Smíðanr. 3 hjá Skipasmiðjunni Herði hf. í Sandgerði á árunum 1982-1987. Brann 1.sept. 1988 á Faxaflóa. Flakið dregið til Sandgerðis 2. sept. 1988 af Sandgerðingi GK 268 og síðan tekið upp í Njarðvíkurslipp, þar sem Stefán Albertsson endurbyggði bátinn og breytti og var þeim framkvæmdum lokið 18. ágúst 1990. Farga átti bátnum 24. feb. 1995, en þess í stað var hann seldur til Færeyja
Nöfn: Jón Pétur ST 21, Jón Pétur II ST 21, Jón Pétur ST 211, Abba GK 247, Abba, Vikartindur, Vikartindur I og Fiskatangi FD 1209.
Skrifað af Emil Páli
