06.11.2009 19:49

40 þús. tonna síldarkvóti

Hafrannsóknastofnunin leggur til 40.000 tonna kvóta fyrir íslenska sumargotssíld á fiskveiðiárinu 2009/10. Jafnframt leggur stofnunin til að veiðunum verði stýrt þannig að tryggt verði að sýnataka dreifist yfir hefðbundinn vertíðartíma svo hægt verði að fylgjast náið með þróun sýkingar í stofninum. HEIMILD mbl.is