06.11.2009 10:45

Kambaröst RE 120 brytjuð niður í Njarðvík

Kambaröst RE 120, sem legið hefur í Þorlákshöfn nú í rúm 3 ár og til stóð að færi á síðasta ári erlendis í pottinn, en af varð ekki, hefur nú farið sína síðustu ferð. Sú ferð var til Njarðvíkur, en þangað var hún dregin og mun verða tekin upp í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur, þar sem fyrirtækið Funa mun brytja hann niður í brotajárn.


       120. Kambaröst RE 120, í Njarðvíkurhöfn í morgun © mynd Emil Páll 6. nóv. 2009

Saga þessa skips var rakin í máli og myndum hér á síðunni fyrir nokkrum dögum og því ekki ástæða til að endurtaka það nú.