05.11.2009 09:55

Einir GK 475 / Helgi S KE 7 / Guðrún Björg HF 125


                                     76. Einir GK 475, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll


                   76. Helgi S KE 7, í Njarðvíkurhöfn © mynd Þorgeir Baldursson 


                            76. Helgi S KE 7, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll 1982


              76. Guðrún Björg HF 125, í höfn í Hafnarfirði © mynd Þorgeir Baldursson


Smíðanr. 409 hjá V.E.B. Volkswerft Stralsund, Þýskalandi 1959, eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar og var eitt af 12 systurskipum sem komu öll hingað til lands og gengu undir nafninu Tappatogari. Endur- og yfirbyggt hjá Slippstöðinni hf. Akueyri frá júní 1981 til feb. 1982. Í framhaldi af því var skipið hið fyrsta íslenska og jafnvel víðar, sem hafði saunabað um borð. Þá átti þetta skip eftir að verða það fyrsta íslenska sem keypt var og notað sem línuveiðiskip í Barentshafi. Endalok skipsins urðu þau að það fór sökk 27. nóv. 2008, austur af Aberdeen, í drætti hjá Grétu SI, á leið í pottinn til Danmerkur..

Skipið var slegið Tríton sf. á nauðungaruppboði, en það fyrirtæki gerði aldrei út skipið og gekk ekki frá kaupunum á tilskildum tíma og því missti það skipið til næst hæstbjóðanda sem var Fiskveiðisjóður. Eftir það lá skpið við bryggju í Hafnarfirði frá sept. 1996 til jan 1999 og í Njarðvík fyrst eftir að Íslandsbanki eignaðist það eða til 25. mars 2002 að því var siglt til Reykjavíkur og lá þar fram í feb. 2003. Fór það þá í útgerð en lá síðan í Hafnarfirði allt árið 2006 og það sökk á leið sinni í pottinn eins og fram kemur hér fyrir ofan. En 2006 var það afskráð sem fiskiskip.

Nöfn: Jón Trausti ÞH 52, Hafrún ÍS 400, Hinrik KÓ 7, Danni Péturs KÓ 7, Danni Péturs KE 175, Frigg BA 4, Helgi S. KE 7, Einir HF 202, Einir GK 475, Mummi GK 120, Særún GK 120, Særún HF 4, Kristján ÓF 51, Njarðvík GK 275, Tjaldur RE 272 og Guðrún Björg HF 125.