04.11.2009 18:11

Reynir GK 177 / Bjarmi BA 326 / Geir KE 1


                        1321. Reynir GK 177, í höfn í Njarðvík  © mynd Emil Páll


  1321. Bjarmi BA 326, á siglingu fyrir utan Reykjavík © mynd úr Flota Tálknafjarðar, Sigurður Bergþórsson


                       1321. Geir KE 1, í Njarðvík © mynd Emil Páll í febrúar 2009

Smíðanr. 314 hjá  Brastad Shipsbyggeri í Vestnes, Noregi 1968. Yfirbyggður Sandgerði 1975. Lengur og endurbættur hjá Þorgeir & Ellert hf. Akranesi 1998. Lengdur og yfirbyggður hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1998.

Átti að seljast til Kenýu í nóv. 1992, en skipið fór aldrei þangað, en lá þess í stað í Þorlákshöfn þar til það var selt til Keflavíkur í nóv. 1993. Fyrir mistök var númerið ÍS 207 málað á bátinn í Njarðvíkurslipp í lok sept. 1995, en átti átti að fara á bátinn við hliðina. Var það lagfært degi síðar. Eigendur fluttu með bátinn til Grænlands 2002, en hann kom fljótlega til baka.

Nöfn: Bye Senior N194Ö, Reynir GK 177, Júlíus ÁR 111. Júlíus ÁR 110, aftur Júlíus ÁR 111, Jóhannes Ívar KE 85, Jóhannes Ívar ÍS 207 (sjá hér fyrir ofan), Jóhannes Ívar ÍS 193, Bjarmi BA 326, Bjarmi, aftur Bjarmi BA 326 og núverandi nafn Geir KE 1.