04.11.2009 08:57
Sæborg KE 177
821. Sæborg KE 177 © mynd Emil Páll
Smíðaður í skipasmíðastöðinni Gebr. Schurenstedt KG., Bradernfleth a.d. Weser í Bardenfleth í Þýskalandi 1956, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Báturinn var sá fyrsti sem Vestur-Þjóðverjar byggðu fyrir íslendinga eftir stríð. Endurbyggður hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1978-79 og var fyrsti báturinn sem settur var þar inn í hús. Bátnum var rennt út úr húsinu 9. mars 1979 og sjósettur 16. mars 1979. Báturinn fórst 6 sm. úti af Rifi á Snæfellsnesi 8. mars 1989 og með honum einn maður.
Nöfn: Sæborg BA 25, Sæborg VE 22, Sæborg KE 177, Sæborg HU 177 og Sæborg SH 377.
Skrifað af Emil Páli
