04.11.2009 07:33
Sólrún ÍS 1
1679. Sólrún ÍS 1, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll 1984
Smíðanr. 6 hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. Njarðvík, en skrokkurinn hafði smíðanr. 12 hjá Herfjord Slipp & Verksted A/S í Tomfjord í Noregi. Upphaflega var hér þó um að ræða smíði nr. 33 hjá Solstrand Slip & Batbyggeri A/S i Tomrefjord í Noregi. Skrokkurinn kom til Njarðvíkur 19.jan. 1983 og var þá strax ahfist handa um lokafrágang hans og var skipið sjósett i Njarðvík 27. apríl 1984 og afhent 12. júní 1984.
Samþykktur hafði verið úreldingastyrkur á skipið 12. jan 1995, en hætt var við þá aðgerð. Báturinn varð síðan alelda á vipstundu 4. feb. 1996, 100 sm. N af Skaga og dreginn af b.v. Bessa ÍS til Ísafjarðar. Var báturinn í sinni síðustu veiðiferð fyrir Frosta hf., áður en skipið yrði afhent nýjum eiganda á Rifi. Á Ísafirði tók Sólborg RE við bátnum og dró til Njarðvíkur 4. maí 1996. Síðan var báturinn eða nánast flakið dregið til nýrra eigenda í Danmörk af Dorm frá Hirsals. Lagt var af stað frá Njarðvík 26. jan 1998. Ekkert var þó úr því að báturinn yrði endurbyggður ytra, heldur hefur hann legið í fjölda ára í höfn þar.
Nöfn: Sólrún ÍS 1, Kofri ÍS 41, Öngull RE 250, Öngull SH og Öngull
Skrifað af Emil Páli
