04.11.2009 07:22
Sigurpáll GK 375
978. Sigurpáll GK 375 í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll
Smíðanr. 1 hjá Hasund Mek Verksted A/S og nr. 25 hjá Ulstein Mekaniska Verksted A/S í Ulteinsvik, Noregi 1964. Yfirbyggður 1964. Fór í pottinn til Danmerkur í okt. 2007.
Er skipið kom fyrst hingað til lands og þá til heimahafnar á Siglufirði aðfaranótt 6. júlí 1964 vildu sumir meina að hann væri fyrsti skuttogari Íslendinga. Síðan hafa menn talið hann fyrsta fiskiskipið með skuttrennu hér á landi, en samkvæmt því sem áður hefur komið fram hér á síðunni var lítill bátur á Vestfjörðum sem var á undan með skutrennu.
Nöfn: Siglfirðingur SI 150, Lundi VE 110, Bjarni Ásmundar ÞH 320, Fram RE 12, Sigurpáll GK 375, Skjöldur SI 101, Súlnafell ÞH 361, Súlnafell EA 840 og Svanur EA 14.
Skrifað af Emil Páli
