03.11.2009 19:16
Síldveiðum lokið - myndasyrpa
Svafar Gestsson vélstjóri á Jónu Eðvalds SF 200 sendi okkur nú síðdegis mikla myndasyrpu sem tekin var á síðasta degi síldveiðanna, en Hafrannsóknarstofnun hefur bannað frekari veiði. Með myndunum fylgdi eftirfarandi texti frá Svafari: Manni skilst að þetta séun endalokin á síldveiðum þetta árið. Sorglegt að stjórnvöld skulu ekki leyfa frekari veiðar til bjargar þjóðarbúinu En það er svona að hafa misvitra menn sem þessu ráða. Við köstuðum 4 sinnum á Breiðasundi fengum grjót í því fyrsta rifið í öðru kasti 260 tonn í því þriðja og rúm 500 tonn í því síðasta. Siglum nú til Hornafjarðar til löndunar og fer þessi farmur allur í vinslu að mér skilst enda um mjög góða síld að ræða.
Kv frá Jónu Eðvalds.
Svafar Gestsson Vélstjóri

Guðmundur Sveinbjörnsson, skipstjóri

Rúm 500 tonn á síðunni

Kristján Guðmundsson klár frammá







Þó þekki tilheyri ekki síldveiðum Jónu Eðvalds SF, þá sigldi hann fram hjá þeim er þeir voru á veiðisvæðinu og af honum var því tekin mynd. Hér er um að ræða 7459. Veiga SH 107 © myndir Svafar Gestsson
Kv frá Jónu Eðvalds.
Svafar Gestsson Vélstjóri
Guðmundur Sveinbjörnsson, skipstjóri
Rúm 500 tonn á síðunni
Kristján Guðmundsson klár frammá
Þó þekki tilheyri ekki síldveiðum Jónu Eðvalds SF, þá sigldi hann fram hjá þeim er þeir voru á veiðisvæðinu og af honum var því tekin mynd. Hér er um að ræða 7459. Veiga SH 107 © myndir Svafar Gestsson
Skrifað af Emil Páli
