03.11.2009 18:50
Máni II ÁR 7 sjósettur
Nú undir kvöldið var sjósettur eftir miklar endurbætur Máni II ÁR 70, í Sandgerði, en um síðustu helgi var sagt frá endurbótunum hér á síðunni. Við þetta tækifæri tók ég eftirfarandi myndir.
Haukur Jónsson, útgerðarmaður Mána II (t.v.) ræðir við Hörð Óskarsson, útgerðarmanns á Vini GK 96 sem skemmdist mikið af eldi í sumar og verið er að endurbæta og lengja hjá Sólplasti.
Spáð í spilin áður en lagt var af stað með bátinn til sjávar. Þarna má m.a. sjá Sigurð Stefánsson, kafara o.fl., Ragnar Emilsson, skipstjóra, Hörð Óskarsson og Haukur útgerðarmaður snýr baki í okkur
Lagt af stað til sjávar
Á leið eftir Strandgötunni í Sandgerði
Kanna þurfti þyngd bátsins
Báturinn að renna í sjóinn í Sandgerðishöfn
Hér er 1887. Máni II ÁR 70 kominn á flot í Sandgerðishöfn nú undir kvöldið © myndir Emil Páll 3. nóv. 2009
