03.11.2009 12:52
Höfrungur II AK 150 / Erling KE 140
120. Höfrungur II AK 150 © mynd Snorri Snorrason
120. Erling KE 140 © mynd Emil Páll
Smíðanr. 11 hjá Thaules Mek. Verksted A/S, Avaldsnes, Noregi 1957. Yfirbyggður 1985.
Átti að seljast Hólmadrangi hf. á Hólmavík í okt. 1994, en Grindavíkurbær neytti forkaupsréttar og seldi bátinn Sóltindi hf. í Grindavík, sem var í raun skúffufyrirtæki frá Keflavík, sem fékk bátinn og flutti síðan fyrirtækið til Keflavíkur til að komast hjá kvótalögunum. Átti að seljast í niðurrif til Danmerkur í sept. 2008 og fara utan í togi togarans Grétu SI, en af því varð aldrei og liggur því enn við bryggju í Þorlákshöfn.
Nöfn: Sangolt, Höfrungur II AK 150, Höfrungur II GK 27, Erling KE 140, Kambaröst SU 200 og Kambaröst RE 120.
Skrifað af Emil Páli
