01.11.2009 17:24

Frá síldveiðum Jónu Eðvalds SF utan við Stykkishólm fyrir nokkrum dögum



Svafar Gestsson vélstjóri á Jónu Eðvalds SF 200 sendi þessar myndir af síldveiðum á Breiðarfirði, utan við Stykkishólm fyrir nokkrum dögum. Með myndunum fylgdi þessi texti:

Við máttum taka 700 tonn og koma með til vinnslu í Skinney-Þinganes. Við fengum í 3 köstum 600 tonn og létum það duga þar sem farið var að skyggja og sigldum síðan sem leið lá norðurfyrir land. Ég hef frétt úr vinnslunni að þetta sé stór og góð síld sem er verið að vinna úr þessum farmi. Um sýkingu veit ég ekki en hún lítur vel út. Við komum til hafnar um 2 leitið í gær og byrjuðum að landa um kl 16:00. Reiknum með að klára í nótt og förum þá aftur í Breiðafjörð og tökum annann skamt. Síðan er allt í óvissu með framhaldið.

Sendum við honum bestu þakkir fyrir, en eins og menn vita hefur hann verið afkastamikill í að fóðra okkum með skemmtilegum myndum.


   Í brúnni, Guðmundur Sveinbjörnsson skipstjóri og Jóhannes Dammer, yfirstýrimaður






  Veiðarnar fara fram rétt utan við Stykkishólm © myndir Svafar Gestsson 29. okt. 2009