24.10.2009 21:31

Vestri BA 63


                    182. Vestri BA 63 © mynd úr Flota Patreksfjarðar, Óli Rafn Sigurðsson


                              182. Vestri BA 63, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll

Smíðanr. 3 hjá Karmsund Verft og Mek verksted A/S Nyggard, Noregi 1963. Yfirbyggður 1988. Árið 1990 voru framkvæmdar á skipinu miklar breytingar m.a. breikkun, Skipt var um allt nema spil og aðalvél hjá Nauta í Gdynia í Póllandi. Raunar var hann þá gerður að litlum skuttogara, sem varð styttri en áður, þó hann væri samt stærra og meira skip. Árið 2006 var lokið við enn meiri breytingar, s.s. skipt um vélarrúmshlutann í skrokknum, nýr kjölur, tankar, aðalvél, gír, ljósavél, skúrfubúnarðu, svo og stýri og skrúfa ásamt fleiru. Þetta var framkvæmt hjá Granly A/S í Esbjerg, Danmörku og kom skipið til Patreksfjarðar úr þeirri breytingu 22. mars 2006.

Nöfn: Sigurður Jónsson SU 150, Freyja RE 38, Steinanes BA 399, Ólafur Ingi KE 34, Grettir SH 104, Vestri BA 65 og núverandi nafn Vestir BA 63.