24.10.2009 11:39

Sunna KE 60 / Sea Hunter


                     2061. Sunna KE 60 á Stakksfirði © mynd Emil Páll 2008


                      Sea Hunter, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll í ágúst 2008

Smíðanr. 296 hjá Astilleros Gondon S.A. Figueras Castrop, Spáni 1991. Kom fyrst til heimahafnar á Reyðarfiri 1. apríl 1991. Var lengi gerður út til rækjuveiða á Flæmingjagrunni, en lá í höfn eftir að rækjuveiðarnar voru óarðbærar. Upphaflega fjölveiðiskip en síðan breyt tí rækju- frystitogara. Útgerð Sunnu SI markaði viss tímamót í sögu rækjuveiða því skipið hóf veiðar fyrst skipa með  tveimur trollum samtímis. Ný fiskimóttaka var sett í skipið í janúarbyrjun 2006 í Póllandi. Skráð með heimahöfn í Estoníu frá 2004-2005. Seld úr landi til Rússlands í ágúst 2008.

Nöfn: Vaka SU 9, Sunna SI 67, Sunna EK 0405, aftur Sunna SI 67, Sunna KE 60 og síðan Sea Hunter.