24.10.2009 09:59
Jóhannes Jónsson KE 79 og Baldur KE 97
826. Jóhannes Jónsson KE 79 og 311. Baldur KE 97 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
825: Smíðaður í Harrerviksstrand, Svíþjóð 1941. Endurbyggður inni í húsi hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. 1981-1982. Afskráður 1998 og brenndur á áramótabálkesti á nýja hafnrsvæðinu í Hafnarfirði 31. des. 1998.
Nöfn: Koberen, Jón Finnsson GK 505, Jón Finnsson II GK 505, Sædís RE 63, Jóhannes Jónsson KE 79 og Fengsæll GK 262.
311. Smíðaður hjá Djupviksbatvarv í Djupvik í Svíðþjóð 1961. Var báturinn 38. báturinn sem sú stöð hafði þá smíðað fyrir íslendinga. Bátur þessi var fyrsti frambyggði fiskibáturinn á Íslandi, smíðaður eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Hann var sjósettur 18. feb. 1961 og gaf Hróbjartur Guðjónsson honum nafn. Kom báturinn í fyrsta sinn til Keflavíkur 19. mars 1961 og endaði sem safngripur í Grófinni í Keflavík. Síðasti eigandi bátsins Nesfiskur hf. í Garði gaf Ólafi Björnssyni bátinn þann 10. mars 2003 en þann dag voru upp á dag liðin 42 ár frá því honum var afhentur báturinn nýr í Svíþjóð.
Bar aðeins nöfnin Baldur KE 97 og Baldur GK 97.
Skrifað af Emil Páli
