22.10.2009 08:28

Smíðanr. segir ekki alla söguna


                          1499. Ýmir BA 32 © mynd Emil Páll 19. okt. 2009

Árni Björn, skipaáhugamaður um smíði skipa á Akureyri hafði samband við mig í framhaldi af birtingu á síðu Þorgeirs á tveimur Akureyrarsmíðuðum skipum sem nýlega skiptu um nöfn. Benti hann á að smíðanúmer segja ekki alla söguna um hve marga báta ein skipasmíðastöð hefur smíðað.
En báðir þessir bátar höfðu skipasmíðanr. 9 hjá sitt hvorri stöðinni. Því hafði Árni Björn samband við Gunnlaug Traustason til að forvitnast um hvers vegna smíðanúmerið 9 væri á sjöunda bátnum, sem þeir félagar smíðuðu.
Skíringin er sú að þeir félagar smíðuðu tvo kappróðrarbáta, sem jafnframt voru sveinstykki þeirra í skipasmíðum. Þessir bátar fengu byggingarnúmerin 3 og 4.
 
Þá sagðist hann einnig vita að hjá nokkrum skipasmíðastöðvum, svo sem hjá Slippstöðinni, þá fengu bátar smíðanúmer er um þá var samið og héldu því jafnvel þó að þeir væru síðan aldrei smíðaðir. Til dæmis fór B-10 frá Vör aldrei á sjó því hann brann á stokkunum.