Blog records: 2012 N/A Blog|Month_5

01.06.2012 00:00

Ferð GULLVAGNSINS frá Njarðvikurslipp til Sólplasts í Sandgerði

Hér birtist 10 mynda sería af flutningi á Bergi Vigfús GK, frá Njarðvíkurslipp til Sólplasts ehf. í Sandgerði. Myndatakan hófst í síðdegis í gær, er báturinn var tekinn upp á Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur og síðan sjáum við þegar komið er með bátinn til Sólplasts í Sandgerði í morgun. Segja má að lokamyndin sýni það sem tók við eftir að myndir þær sem ég birti í morgun lauk,  en þessi syrpa er tekin af Bogga og Stjána hjá Sólplasti. Myndir þær sem ég tók í morgun og sýndi fyrir hádegi voru af því er verið var að koma bátnum fyrir í því húsi sem báturinn verður næstu tvær vikur, en samkvæmt útgerð bátsins er það sá tími sem áætlaður er í þær framkvæmdir að ljúka yfirbyggingu frá því að vera aðeins á annari síðunni og í að verða alveg yfirbyggður, en þegar er búið að útbúa þau stykki sem koma þarna. Hér koma myndir Boggu og Stjána hjá Sólplasti, teknar í Njarðvík síðdegis þann 30. maí og í Sandgerði þann 31. maí.


                                                 Í Njarðvik 30. maí 2012 


                                                     Í Sandgerði 31. maí 2012

            2746. Bergur Vigfús GK 43 og ferð hans með Gullvagninum frá Njarðvíkurslipp til Sólplasts í Sandgerði © myndir í Bogga og Stjáni hjá Sólplasti, 30. maí 2012 (Njarðvíkurmyndirnar) og 31. maí 2012 (Sandgerðismyndirnar)

31.05.2012 23:30

Sólin sýndi sig á Vopna


                      Sólin sýndi sig á Vopna © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í maí 2012

31.05.2012 23:00

Svenni vélstjóri brosti blítt


        Svenni vélstjóri á Faxa RE 9 brosti blítt þegar dælt var yfir í 1525. Jón Kjartansson SU 111 © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í maí 2012

31.05.2012 22:30

Silver Copenhagen á Akranesi


                Silver Copenhagen, á Akranesi © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í maí 2012

31.05.2012 22:00

Súla


                         Súla © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 5. maí 2012

31.05.2012 21:26

Vegagerðin greiði 40 milljónir

mbl.is:

Grímseyjarferjan Sæfari stækkaGrímseyjarferjan Sæfari

Hæstiréttur staðfesti í dag að Vegagerðinni beri að greiða Vélsmiðju Orms og Víglundar 238.491 evru, tæpar fjörutíu milljónir króna, auk dráttarvaxta. Um er að ræða eftirstöðvar verksamningsgreiðslu og greiðslu samkvæmt reikningum fyrir viðbótarverk vegna endurbóta á Grímseyjarferjunni Sæfara.

Vegagerðin keypti ferjuna í nóvember 2005. Ferjan var smíðuð árið 1992 og hafði ekki verið í rekstri þegar kaupin voru gerð. Verkfræðistofunni Navis Feng ehf. var falið að gera útboðslýsingu og kostnaðaráætlun vegna viðgerða og endurbóta á ferjunni og var það verk unnið af Agnari Erlingssyni og Karli Lúðvíkssyni skipaverkfræðingum.

Verkið var boðið út af Ríkis­kaupum á evrópska efnahagssvæðinu og bárust tilboð frá sex aðilum. Vélsmiðja Orms og Víglundar átti næstlægsta tilboðið og var samið við hana eftir að lægst­bjóðandi féll frá boði sínu.

Verksamningur var síðan undirritaður 6. apríl 2006 og var samnings­upphæðin 1.300.615,28 evrur.

Samkvæmt samningnum átti Vélsmiðja Orms og Víglundar að afhenda Vegagerðinni skipið ekki síðar en 1. maí 2006 og verklok áttu að vera 31. október sama ár. Eftirlit með endurbótum fyrir hönd Vegagerðarinnar hafði fyrrgreind verkfræðistofa, Navis Fengur ehf.

Snemma kom í ljós að umfang verksins var mun meira en fram kom í útboðs­lýsingu. Var þar aðallega um að ræða aukna endurnýjun á stáli í byrðingi skipsins eftir að þykktarmæling á bolnum hafði verið gerð. Þá var þykkt á stáli í perustefni aukin um 4 mm umfram samning.

Vegna bolviðgerða var flotkví aðalstefnanda bundin við verkið lengur en áætlað var.  Forsvarsmenn vélsmiðjunnar lýstu því fyrir dómi að stálviðgerðir hefðu verið erfiðari þar sem þær hefðu farið fram að vetri til vegna tafa við umfangsmeira verk en því hefði Vegagerðin ekki gert ráð fyrir við tilboðsgerð. Þá kom í ljós við skoðanir ýmissa rýma í skipinu að viðgerða og hreinsunar var þörf. Með aukaverkum jókst bæði verktími og kostnaður.

Hæstiréttur segir í dómi sínum að með hliðsjón af ónákvæmri útboðslýsingu og þar af leiðandi miklum fjölda aukaverka hafi ekki verið taldar forsendur fyrir tafabótum enda lá ekki fyrir að tafirnar sem á verklokum urðu væri að rekja til vanefnda af hálfu Vélsmiðju Orms og Víglundar.


31.05.2012 21:00

Síðasta kolmunahalið gaf 600 tonn


             Síðasta kolmunahali hjá Faxamönnum á vertíðinni gaf 600 tonn © mynd Faxagengið, faxire9,123.is, 5. maí 2012

31.05.2012 20:52

Gullmolinn hífður um borð


          Gullmolinn hífður um borð © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í maí 2012

31.05.2012 20:30

Veiðarfærum spólað á land á Skarfabakka

Hér sjáum við er veiðarfærum Faxa RE var spólað á land við Skarfabakka í Reykjavík fyrr í þeim máluði sem nú er að ljúka.


         Veiðarfærunum spólað á land við Skarfabakka í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is í maí 2012

31.05.2012 20:00

Sjómannadagurinn er ekki hátíð hafsins

Eyjafréttir.is:

Sigmar Þór Sveinbjörnsson skrifar:

Sjómannadagurinn er ekki hátíð hafsins

Sjómannadagurinn er ekki hátíð hafsins
Í Vestmannaeyjum er Sjómannadagurinn einn skemmtilegasti hátíðardagur ársins og við peyjarnir sem áttum sjómenn sem feður sem og aðra ættingja vorum svo sannarlega stoltir af því að tengjast þeim og þar með Sjómannadeginum. Þegar ég síðar gerði sjómennskuna að ævistarfi mínu, gerði ég mér fljótt grein fyrir því að þessi dagur er miklu meira en skemmtun í tvo daga.

Sjómannadagurinn er órjúfanlegur hluti af stéttarbaráttu og kynningu á starfi sjómanna. Í Vestmannaeyjum má segja að allir tengist sjómönnum á einn eða annan hátt eins og víða í útgerðarbæjum landsins. Á Sjómannadaginn kynnum við sjómannsstarfið, minnumst þeirra sem hafa látist og sérstaklega þeirra sem látist hafa í slysum á sjó, heiðrum aldna sjómenn og ekki hvað síst gerum við okkur glaðan dag með fjölskyldum, vinum og skipsfélögum. Sjómannadagsráð Reykjavíkur og Hafnarfjarðar sér Sjómannadaginn öðrum augum, ekki sem Sjómannadag heldur sem dag hátíðar hafsins. Það er óskiljanlegt að sjómenn skuli ekki mótmæla því að Sjómannadagurinn skuli vera tekinn eignarnámi og nefndur Hátíð hafsins í Reykjavík með vitund og vilja stærstu sjómannafélaga landsins.
 
Hafið hefur tekið líf margra sjómanna sem voru ættingjar okkar, vinir og skipsfélagar. Þess má geta til fróðleiks að á árunum 1962 til 1992 árin sem undirritaður stundaði sjó frá Vestmannaeyjum, fórust 58 sjómenn sem voru á bátum frá Eyjum, og eru þá taldir með þeir Eyjasjómenn sem fórust og stunduðu tímabundið sjó annarsstaðar á landinu á sama tíma. Þessi tala um dauðaslys á sjó er mun hærri og skiptir hundruðum ef taldir eru allir þeir sjómenn sem fórust á þessu tímabili. Það er eitt af markmiðum Sjómannadagsins að minnast þessara manna, og er minningarathöfn við minnisvarðann við Landakirkju ein eftirminnilegasta stund Sjómannadagsins í Vestmannaeyjum . Finnst mönnum það viðeigandi að minnast þeirra sjómanna sem farist hafa á hafi úti og margir þeirra gista hina votu gröf, á degi sem kallaður er Hátíð hafsins? Að mínu viti er þetta fráleitt og móðgandi fyrir íslenska sjómenn. Þessi gjörningur Sjómannadagsráðs er farinn að smita út frá sér og sjómenn í hugsunarleysi farnir að breyta nafni dagsins.
 
Í Þorlákshöfn þar sem flest snýst um sjóinn, hafa þeir á síðustu árum apað þetta eftir Reykjavíkurfélögunum og uppnefna Sjómannadaginn sinn Hafnardaga. Sjómenn gera sér ekki grein fyrir því hvað Sjómannadagurinn er sjómönnum mikilvægur hvað varðar kynningu á starfi sjómanna, hann er okkar hátíðisdagur, ekki hátíð hafsins. Í lögum um Sjómannadaginn segir m.a: Við tilhögun Sjómannadagsins skulu m.a. eftirfarandi markmið höfð að leiðarljósi:
 
Að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi. Að efla samhug meðal sjómanna, hinna ýmsu starfsgreina sjómannastéttarinnar og stuðla að nánu samstarfi þeirra. Að heiðra minningu látinna sjómanna, þá sérstaklega þeirra sem láta líf sitt vegna slysfara í starfi. Að heiðra fyrir björgun mannslífa og farsæl félags- og sjómannsstörf. Að kynna þjóðinni áhættusöm störf sjómanna og mikilvægi starfanna í þágu þjóðfélagsins.
 
Eitt af lagaskyldum Sjómannadagsráðsins er líka: »Að beita sér í fræðslu og menningarmálum er sjómannastéttina varða og vinna að velferðar- og öryggismálum hennar.« Með því að uppnefna Sjómannadaginn Hátíð hafsins er ekki verið að stuðla að því að Sjómannadagurinn skipi verðugan sess í íslensku þjóðlífi, því síður eflir það samhug sjómanna eða kynnir þjóðinni áhættusöm störf þeirra og mikilvægi. Engan starfandi sjómann hef ég hitt sem er ánægður með þessa nafnbreytingu. Nokkrir segja þetta afleiðingu þess að sum af stéttarfélögum sjómanna hafa verið sameinuð stórum landfélögum og þar með hafa tekið völdin menn sem hafa lítinn skilning og takmarkaðan áhuga á sjómannsstarfinu. Forustumenn í stéttarfélögum sjómanna í Reykjavik hafa sagt mér að ef Faxaflóahafnir hefðu ekki tekið þátt í kostnaði við hátíðahöld Sjómannadagsins, hefði dagurinn sennilega lagst af. Hefur stjórn Faxaflóahafna þá sett þau skilyrði til styrkja, að nafn Sjómannadagsins verði þurrkað út og breytt í Hátíð hafsins? Samþykkti Sjómannadagsráð þessa nafnbreytingu? Hvað vakir fyrir þeim 34 stjórnarmönnum sjómannafélaga og stjórn Faxaflóahafna að vilja breyta nafni Sjómannadagsins? Hvers vegna má hann ekki heita sínu rétta nafni, Sjómannadagur? Er þetta kannski einn liðurinn enn til þess að þagga niður í sjómönnum? Allir hugsandi sjómenn hljóta að sjá að þessi breyting á nafni Sjómannadagsins er niðurlægjandi fyrir sjómannastéttina.

31.05.2012 19:00

Garri GK 60 og dýpkunarprammi, í Grindavík í morgun

Hér koma þrjár myndir til viðbótar sem ég tók í Grindavík í morgun. Ein þeirra sýnir Garra GK 60 en hinar tvær dýpkunarprammann sem þar er kominn.
   

             2612. Garri GK 60 og dýpkunarpramminn, í Grindavík í morgun © myndir Emil Páll, 31. maí 2012

31.05.2012 18:30

Nýr Þorsteinn SH 145, til Rifs

skessuhorn.is

Útgerðarfélagið Hlíðarfoss ehf. í Rifi fékk afhenta nýjan Cleopatra 31 bát frá Trefjum nú í vikunni. Að sögn Friðbjörns Ásbjörnssonar framkvæmdastjóra Hlíðarfoss hlaut báturinn nafnið Þorsteinn SH-145. Þetta er 8,5 tonna plastbátur, búinn 430 hestafla Cummings vél og var gangharði hans 27 mílur á prufusiglingu. Öll tæki eru frá Brimrúnu ehf og eru þau af gerðinni Furuno en lest bátsins tekur fjórtán 360 lítra kör. Friðbjörn segir í samtali við Skessuhorn að báturinn verði gerður út á handfæri og jafnvel einnig á grásleppu í framtíðinni.

"Ég er mjög ánægður með bátinn," segir Friðbjörn, sem segir þetta vera þriðja bátinn sem hann kaupi frá Trefjum á jafn mörgum árum. "Það stenst allt hjá Trefjum og allur frágangur er til fyrirmyndar," segir Friðbjörn. Skipstjóri á Þorsteini SH er Gylfi Scheving Ásbjörnsson.


                           2826. Þorsteinn SH 145 © mynd Trefjar ehf., í maí 2012

31.05.2012 18:00

Vísis- og Þorbjarnabátar í Grindavík í morgun

Hér sjáum við Vísisbátanna, Jóhönnu Gísladóttur ÍS 7, Sighvat GK 57, Pál Jónsson GK 7 og Fjölni SU 57, svo og Þorbjarnabátanna, Ágúst GK 95, Valdimar GK 195, Tómas Þorvaldsson GK 10 og Sturlu GK 12, í Grindavík í morgun
            Grindavík í morgun:  Vísisbátarnir, 1076. Jóhönna Gísladóttir ÍS 7, 975. Sighvatur GK 57, 1030. Páll Jónsson GK 7 og 237. Fjölnir SU 57, svo og Þorbjarnabátarnir, 1401. Ágúst GK 95, 2354. Valdimar GK 195, 1006. Tómas Þorvaldsson GK 10 og 1272. Sturla GK 12 © myndir Emil Páll, 31. maí 2012

31.05.2012 17:30

Njarðvíkurslippur í gær               Úr Njarðvikurslipp í gærdag © mynd Bogga og Stjáni, 30. maí 2012

31.05.2012 17:00

Sandgerði í morgun

Hér koma fjórar myndir sem teknar voru í Sandgerði í morgun. Tvær þeirra þ.e. af Mána GK 109 og á athafnarsvæði Sólplasts tóku Bogga og Stjáni, en Emil Páll tók myndir af Abby GK 56 og Magga Jóns KE 77


          

              2298. Máni GK 109 og af athafnarsvæði Sólplasts í morgun © myndir Bogga og Stjáni, 31. maí 2012 og 7339. Abby GK 56 og 2711. Maggi Jóns KE 77 © myndir Emil Páll, 31. maí 2012