01.06.2012 00:00

Ferð GULLVAGNSINS frá Njarðvikurslipp til Sólplasts í Sandgerði

Hér birtist 10 mynda sería af flutningi á Bergi Vigfús GK, frá Njarðvíkurslipp til Sólplasts ehf. í Sandgerði. Myndatakan hófst í síðdegis í gær, er báturinn var tekinn upp á Gullvagninn hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur og síðan sjáum við þegar komið er með bátinn til Sólplasts í Sandgerði í morgun. Segja má að lokamyndin sýni það sem tók við eftir að myndir þær sem ég birti í morgun lauk,  en þessi syrpa er tekin af Bogga og Stjána hjá Sólplasti. Myndir þær sem ég tók í morgun og sýndi fyrir hádegi voru af því er verið var að koma bátnum fyrir í því húsi sem báturinn verður næstu tvær vikur, en samkvæmt útgerð bátsins er það sá tími sem áætlaður er í þær framkvæmdir að ljúka yfirbyggingu frá því að vera aðeins á annari síðunni og í að verða alveg yfirbyggður, en þegar er búið að útbúa þau stykki sem koma þarna. Hér koma myndir Boggu og Stjána hjá Sólplasti, teknar í Njarðvík síðdegis þann 30. maí og í Sandgerði þann 31. maí.


                                                 Í Njarðvik 30. maí 2012 


                                                     Í Sandgerði 31. maí 2012

            2746. Bergur Vigfús GK 43 og ferð hans með Gullvagninum frá Njarðvíkurslipp til Sólplasts í Sandgerði © myndir í Bogga og Stjáni hjá Sólplasti, 30. maí 2012 (Njarðvíkurmyndirnar) og 31. maí 2012 (Sandgerðismyndirnar)