Blog records: 2013 N/A Blog|Month_7

31.07.2013 22:30

Veiðarfæri og vinnsla um borð í Steinunn SF 10, á árunum 2008 og 2009 - 1. hl. af 5

Eins og áður hefur komið fram komu myndir er flokkast í þrjá ónafngreinda flokka, frá Geir Garðarssyni, teknar af Pálma um borð í 2449. Steinunni SF 10 á árunum 2008 og 2009.

Er ég búinn að birta 2 flokka af 5 um mannskapinn um borð og hér birtist fyrsti flokkur af 5 um veiðar og vinnslu þar um borð. Eins og í mannskapsflokknum er þetta allt ómerkt. Þá er einnig einn lítill flokkur, en nánar verður sagt af honum þegar hann birtist, en hann er í tveimur hlutum.

           Veiðar og vinnsla um borð í 2449. Steinunni SF 10, á árunum 2008 og 2009, 1. hl. af 5
                                    © myndir frá Geir Garðarssyni skipstjóra, ljósm.: Pálmi31.07.2013 22:08

Colombus 2

 

                Colombus 2 © mynd Sigurður Bergþórsson, í júlí 2013

31.07.2013 21:25

Ronald H. Brown, í gær
              Ronald H. Brown, í Reykjavík, í gær © myndir Emil Páll, 30. júlí 2013

31.07.2013 20:26

Owtika og Astor, í gær


                  Owtika og Astor í Hafnarfirði, í gær © mynd Emil Páll, 30. júlí 2013


                    Owtika og Astor í Hafnarfirði, í gær © mynd Tryggvi, 30. júlí 2013

31.07.2013 19:35

Knut Rasmussen F570, í gær

 

          Knut Rasmussen F570, við Ægisgarð í Reykjavík, í gær © mynd Emil Páll, 30. júlí 2013

31.07.2013 18:42

Frá Hafnarfjarðarhöfn í gær

 

                 Astor, tveir erlendir og báðar kvíarnar í Hafnarfirði, i gær  © mynd Tryggvi, 30. júlí 2013

31.07.2013 18:25

Magnús SH. gjörónýtur eftir brunann

                                              Eldur í Magnúsi SH. Mynd: RÚV
 

Fiskiskipið Magnús SH er gjörónýtt eftir bruna í gær. Tjónið hleypur á hundruðum milljóna króna. Mjög líklega kviknaði í skipinu út frá rafmagni, segir yfirvélstjóri á Magnúsi SH frá Hellisandi.

Skipið var dregið logandi út úr skipasmíðastöð á Akranesi í gær þar sem það hafði verið í yfirhalningu í fjóra mánuði. Það átti að vera reiðubúið til veiða á ný innan örfárra vikna. Virði skipsins er að minnsta kosti þrjú hundruð milljónir. Eyðileggingin skipsins er algjör, segir Sigurður V Sigurðsson skipstjóri, og innviðir þess gerónýtir.

Að sögn Atla Más Gunnarssonar, yfirvélstjóra á skipinu, er ljóst að eldsupptök voru niðri í nýju káeturými. Þar fór ekki fram rafsuðu- eða logsuðuvinna, en áður var talið að hugsanlega hefði kviknað í út frá logsuðutæki. Því segir Atli mjög líklegt að eldurinn hafi komið upp vegna rafmagns. Ekki er þó ljóst hvers konar rafmagnstæki kveikti eldinn.

Texti og mynd: RÚV.is

31.07.2013 18:06

Triton F358, í gær


                Triton F358, út af Njarðvík, i gærkvöldi © myndir Emil Páll, 30. júlí 2013

31.07.2013 17:41

Mannbjörg þegar færeyskur togari sökk

 
                                       
                         Gullbergið sekkur © mynd Sudurras.fo


                                      Gullberg TG 965 © mynd skipini.fo

Togarinn Gullberg frá Færeyjum sökk í morgun norður af Færeyjum. Skip sem var þar nærri bjargaði allri áhöfninni.

Tilkynning barst frá Gullbergi um kl. 8:15 í morgun um að leki væri kominn að skipinu. Þrjú skip voru þar nærri og fóru þau til bjargar. Björgunarþyrla var einnig send af stað frá Færeyjum. Dælur voru fluttar um borð í Gullberg frá skipunum Niels Paula og Atlantic Orion.

Tæplega klukkutíma eftir að Gullberg lét vita um lekann var níu manna áhöfn flutt yfir í skipið Sjagaklett, en þá var komin um 70% slagsíða á Gullberg. Nokkrum mínútum síðar sökk skipið.

Gullberg var 36 metra langt skip, smíðað í Þýskalandi árið 1997.

Texti: mbl.is. - myndir, frá Færeyjum

31.07.2013 16:45

Aldís Lind missti skrúfuna

Aldís Lind sem smíðuð var hjá Trefjum í Hafnarfirði fyrr á þessu ári, fyrir íslending sem býr í Noregi, missti fyrir nokkrum dögum skrúfuna og var dreginn að landi í Båtsfjord, í Noregi og þar tók Jón Páll Jakobsson, þessar myndir, bæði af bátnum við bryggju og eins eftir að hann hafði verið hifður upp á land.


           Aldís Lind í Båtsfjord og eins og sést á neðri myndunum er skrúfan horfin © myndir Jón Páll Jakobsson, 29. júlí 2013

31.07.2013 16:14

Harpa


           7741. Harpa, í Reykjavíkurhöfn, í gær © myndir Emil Páll, 30. júlí 2013

31.07.2013 14:03

Sigurvin, í gær

 

             2683. Sigurvin, á Siglufirði í gær © mynd Hreiðar Jóhannsson, 30. júlí 2013

31.07.2013 13:36

Baldvin Njálsson GK 400, Ágúst GK 95 og Validmar GK195, í gær

 

         2182. Baldvin Njálsson GK 400, 1401. Ágúst GK 95 og 2354. Valdimar GK 195 í Hafnarfirði í gær © mynd Tryggvi, 30. júlí 2013

31.07.2013 13:23

Ruglið á AIS eða MarineTraffic

Nokkuð hefur borið á því að bátanöfn séu rangt skráð á AIS-inu. Tek ég hér fimm dæmi, svona að handahófi, en þau eru margfallt fleiri.

Eva RE 16, hvaða bátur var það, eftir mikla leit og skoðun þegar ég sá hann vera á ákveðnum stöðum eða vera að fara þaðan, komst ég að því að þessi bátsnafn er ekki til, en fylgir bátnum 6707. Maríu KE 16.

Fyrir nokkrum árum var eikarbátnum Lenu ÍS 61 gefið nafnið 1396.  Móna GK 303 og heitir í dag Gulley KE 31. Á Ais-inu heitir hann ennþá Lena ÍS 61.

Ulla SH 269, fékk fyrir þó nokkrum misserum skráninguna 1637. Staðarberg GK 85 og heitir nú Stakkavík GK 85, en á Ais heitir báturinn enn Ulla SH 269.

Á Ais-inu eru tvær Pálínur Ágústsdóttur, en í raun er þó aðeins ein til, hin 2500, fékk fyrr á þessu ári skráninguna Reynir GK 666 og heitir nú Guðbjörg GK 666.

1918. Æskan RE 222, er á AIS enn með þá skráningu, en heitir nú Æskan GK 506.

Þá er furðuleg prentvilla í nafni Eyrúnar AK 153, en á AIS stendur Eyrzn, í stað Eyrúnar.

- Þetta set ég upp til umhugsunar og læt þetta duga að sinni. -

31.07.2013 12:28

Norðurstjarnan RE 365


             1423. Norðurstjarnan RE 365, í Reykjavík, í gær © mynd Emil Páll, 30. júlí 2013