31.07.2013 13:23

Ruglið á AIS eða MarineTraffic

Nokkuð hefur borið á því að bátanöfn séu rangt skráð á AIS-inu. Tek ég hér fimm dæmi, svona að handahófi, en þau eru margfallt fleiri.

Eva RE 16, hvaða bátur var það, eftir mikla leit og skoðun þegar ég sá hann vera á ákveðnum stöðum eða vera að fara þaðan, komst ég að því að þessi bátsnafn er ekki til, en fylgir bátnum 6707. Maríu KE 16.

Fyrir nokkrum árum var eikarbátnum Lenu ÍS 61 gefið nafnið 1396.  Móna GK 303 og heitir í dag Gulley KE 31. Á Ais-inu heitir hann ennþá Lena ÍS 61.

Ulla SH 269, fékk fyrir þó nokkrum misserum skráninguna 1637. Staðarberg GK 85 og heitir nú Stakkavík GK 85, en á Ais heitir báturinn enn Ulla SH 269.

Á Ais-inu eru tvær Pálínur Ágústsdóttur, en í raun er þó aðeins ein til, hin 2500, fékk fyrr á þessu ári skráninguna Reynir GK 666 og heitir nú Guðbjörg GK 666.

1918. Æskan RE 222, er á AIS enn með þá skráningu, en heitir nú Æskan GK 506.

Þá er furðuleg prentvilla í nafni Eyrúnar AK 153, en á AIS stendur Eyrzn, í stað Eyrúnar.

- Þetta set ég upp til umhugsunar og læt þetta duga að sinni. -