31.07.2013 16:45

Aldís Lind missti skrúfuna

Aldís Lind sem smíðuð var hjá Trefjum í Hafnarfirði fyrr á þessu ári, fyrir íslending sem býr í Noregi, missti fyrir nokkrum dögum skrúfuna og var dreginn að landi í Båtsfjord, í Noregi og þar tók Jón Páll Jakobsson, þessar myndir, bæði af bátnum við bryggju og eins eftir að hann hafði verið hifður upp á land.


           Aldís Lind í Båtsfjord og eins og sést á neðri myndunum er skrúfan horfin © myndir Jón Páll Jakobsson, 29. júlí 2013