24.11.2010 14:25

Þerney KE 33

Þessi bátur var lífseigur og var endurbyggður og breytt eftir strandið og lengdur um leið í Njarðvik, síðan fór fram stórviðgerð á honum í Keflavík 1981-82 og endalok hans urðu að hann sökk í drætti 25  árum eftir strandið, en þá átti hann ekki að vera til á skipaskrá. En allt um það fyrir neðan myndina


   Þessa mynd tók Heimir Stígsson, er verið var að bjarga áhöfninni úr bátnum sem Þerney KE 33, en þá strandaði hann í Keflavíkurhöfn 17. janúar 1970. Bátnum var síðan bjargað af Björgun hf. og endurbyggður og lengdur í Njarðvík 1970-71. Þá fór fram stórviðgerð á honum í Keflavík 1981-82. Báturinn var síðan úreldur í feb. 1991 og seldur úr landi 13. nóv. það ár samkvæmt skipaskrá. Báturinn lá þó í Ólafsfjarðarhöfn þar til um miðjan janúar 1995 að draga átti hann til Garðabæjar,  en á leiðinni sökk hann út af Hornbjargi. Þá vissu yfirvöld ekki annað en að báturinn hefði verið seldur úr landi á sínum tíma. Þessi bátur bar á sínum ferli nöfnin: Stefán Árnason SU 85, Þerney KE 33, Sigurður Ólafsson SF 44, Sigurður Sveinsson SH 36, Marz KE 197, Marz ST 150m Mars ÓF 44 og Guðvarður ÓF 44 © mynd Heimir Stígsson